Fyrsta mót vetrarins hjá 9. flokki drengja
Drengirnir í 9. flokki léku á Sauðárkróki um helgina. Drengir eru mjög gagnrýnir á sjálfa sig og voru því ekkert alltof ánægðir með árangurinn, einn sigur og þrjú töp.
Fyrsti leikurinn var á móti Skallagrími. Hörku leikur allan tímann og mjótt á munum. Liðin skiptust á að hafa forustu en á endanum unnu Skallarnir leikinn með þremur stigum.
Seinni leikurinn á laugardeginum var á móti Breiðabliki. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en Blikarnir leiddu með þremur stigum, 19-22. Í seinni hálfleik spiluðu Blikarnir stífa pressuvörn sem stákarnir höfðu ekki svar við. Keflavík 33 – Breiðablik 56.
Fyrri leikurinn á sunnudeginum var á móti heimamönnunum. Strákarnir okkar voru sterkari allan tímann og unnu með 13 stiga mun. Keflavík 62 – Tindastóll 49.
Síðasti leikurinn var á móti grönnum okkar í Njarðvík. Mjög jafn leikur allan tímann þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn. Á tímabili komst Keflavík í 9 stiga forustu en síðan lentu þeir í villuvandræðum. Í lok venjulegs leiktíma var staðan jöfn 66-66. Baráttan hélt áfram í framlengingunni en á endanum höfðu Njarðvíkingar betur með þremur stigum eða svo.
Ferðin norður og heim aftur gekk mjög vel og má með sanni segja að drengirnir hafi verið félagi sínu til sóma, innan vallar sem utan.
Kveðja Skúli Jóns, fararstjóri.