Fyrsti heimaleikurinn hjá Keflavík-b
Á morgun Sunnudaginn 18.nóv. mun gamla "Keflavíkur hraðlestin" (Nú Sporvagninn) taka á móti ÍR-b hér á Sunnubrautinni Kl. 15:00 að staðartíma.
Keflavík-b bíður enn eftir fyrsta sigri sínum í 2.deildinni en fyrstu tveir leikirnir á móti Stjörnunni-b og Fjölni-b töpuðust í 4.lotunni eftir jafna leiki út þrjár heilar lotur.
Liðið leikur í nýjum sérhönnuðum búningum og bera merki aðalstrykraraðilans sem er Bergás. Og svona til gamans þá eru allir leikmenn liðslins eru merktir nafni einhverra þeirra bandarísku leikmanna sem hafa leikið með Keflavík s.l. 27 árin eða svo.
Áfram Keflavík