Fréttir

Geggjaður sigur á Njarðvíkingum!
Karfa: Konur | 12. janúar 2022

Geggjaður sigur á Njarðvíkingum!

Geggjaður sigur á Njarðvíkingum. Stelpurnar okkar unnu í kvöld frábæran stemningssigur á nágrönnum okkar úr Njarðvík. Eftir erfiða tíma er óhætt að segja að við höfum náð að sýna okkar rétta andlit.

Frá fyrstu mínútu var augljóst að stelpurnar ætluðu að fá eitthvað úr þessum leik. Frábær vörn lagði grunninn að mjög svo flottum sigri. Keflavík leiddi allann leikinn fyrir utan afar stuttan kafla þar sem Njarðvík komst yfir með einu stigi 23-24. Eftir það þá leiddum við til síðustu sekúndu. Stemningssigur, geggjuð barátta. Það var ekkert sem sló okkar stelpur út af laginu og við getum tekið þennan sigur sem gott veganesti í næstu verkefni.

Daniela Wallen Morillo var atkvæðamest með 20 stig og 9 fráköst. Þá bætti Anna Ingunn Svansdóttir við 10 stigum og 4 fráköstum.

Næsti leikur stelpnanna er heimaleikur gegn Haukum og verður það hörkuleikur sem við hvetjum stuðningsmenn að mæta á.

@Mynd/JBO