Fréttir

Karfa: Konur | 18. janúar 2012

Gerrard yfirgefur Keflavík - Shanika Butler styrkir kvennaliðið

Steven Gerrard Dagustino hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Keflvíkinga að sinni og halda áfram með feril sinn á Spáni. Honum bauðst gott tilboð frá spænsku liði sem hann gat ekki hafnað, en klásúla í samning hans kvað á um að myndi honum berast betra tilboð annars staðar frá, þá myndi Keflavík ekki standa í vegi fyrir því. Við þökkum Steven fyrir þann tíma sem hann hefur spilað með Keflavíkurliðinu og óskum honum velfarnaðar með feril sinn.

Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin í Iceland Express deild kvenna. Shanika Butler hefur gengið til liðs við Keflavíkurstúlkur og vonandi mun hún styrkja liðið enn frekar fyrir komandi baráttu í bikarkeppninni og Íslandsmótinu.

Shanika Butler hefur síðustu fjögur tímabil spilað með háskólaliði Little Rock Arkansas; UALR Trojans með góðum árangri. Hún var m.a. valin varnarmaður ársins í Sun Belt deildinni á síðasta tímabili, en Shanika skoraði að meðaltali 7,6 stig í leik á síðasta tímabili, hirti 4,4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Við bjóðum Shaniku velkomna til Keflavíkur og vonandi mun hún vera góður fengur fyrir Keflavíkurliðið í næstu leikjum.

 

Shanika Butler (mynd: heimasíða UALR Trojans)