Giltner sagt upp - Stephen McDowell í hans stað
Keving Giltner, bandaríska skotbakverðinum í liði Keflavíkur, hefur verið sagt upp og mun hann því ekki leika fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. Gitlner þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og þótti því farsælasta lausnin að láta leikmanninn fara.
Í stað hans hefur Keflavík samið við bakvörðinn Stephen McDowell en hann er 180 cm að hæð og getur bæði leikið sem tvistur og ás. Leikmaðurinn lék síðast í Kanada en þar áður hafði hann m.a. leikið með Loga Gunnarssyni í Solna Vikings í Svíþjóð. Stephen mun koma til landsins á næstu dögum. Um leið og Keflavík býður Stephen velkominn viljum við nota tækifærið og þakka Kevin Giltner fyrir hans framlag. Þar er á ferðinni hinn vænsti piltur sem eflaust á eftir að gera góða hluti á öðrum vígstöðum.