Glæsileg helgi hjá 7.flokki stúlkna.
Stelpurnar í 7.flokki kvenna léku í 3ju umferð íslandsmótsins um helgina. Spiluðu stelpurnar Kópavogi og unnu þær alla sína leiki með yfirburðum.
Leikur.1 Keflavík – Grindavík 42-21
Stelpurnar byrjuðu fyrstu 2.leikhlutana af miklum krafti á áttu þær Grindvísku fá svör við sterkum varnarleik okkar stúlkna. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 12-0 og í hálfleik var staðan 23-7. Sama barátta hjá okkar stelpum var í seinni hálfleik og endaði leikur því með öruggum sigri Keflavíkur.
Stigaskor: Bríet 9 – Elínora 8 – Sandra 8 – Sara 6, aðrar minna.
Leikur.2 Keflavík – Njarðvík 47-17
Grimm maður á mann vörn í byrjun leiks sló Njarðvíkur stúlkur útaf laginu og áttu þær grænu aldrei möguleika í þessum leik. Staðan eftir 1.leikhluta var 12-1 og svo 23-7 í hálfleik. Sama barátta var hjá okkar stúlkum í seinni hálfleik og jókst munur uppí 30 stiga sigur.
Stigaskor: Kristrún 16 – Sara 8 – Elínora 6 – Hafdís 6 – Bríet 5, aðrar minna
Leikur.3 Keflavík – KR 76-12
Einstefna frá upphafi til enda. KR-stúlkur áttu aldrei möguleika gegn sterkri vörn Keflavíkur í þessum leik. Gaman var að sjá hvað okkar stelpur spiluð vel saman þrátt fyrir litla mótspyrna.
Stigaskor: Elínora 18 – Sara 18 – Sandra 12 – Bríet 8 – Kristrún 8, aðrar minna.
Leikur.4 Keflavík-Breiðablik 60-10
Það sama var uppá teningnum gegn Breiðablik, þ.e einstefnu Keflavíkur stúlkna. Sem dæmi átti Breiðablik ekki skot á körfu Keflvíkur í 1.leikhluta og skoruðu aðeins eina körfu í fyrri hálfleik.
Stigaskor: Anna María 14 – Sara 12 – Kristrún 5 –Helena 6 - Elínora 4- Hafdís 4 – Birta 4, aðrar mina.
Allar stelpurna (15) fengu að spila mikið og stóðu þær sig með miklum sóma. Myndir frá leikjunum eru á heimsíðu stúlknanna.
Kv.Einar Einarsson þjálfari 7.flokks stúlkna.