Glæsileg helgi hjá 8. flokki kvenna
Stelpurnar okkar í 8.flokki stúlkna léku núna um helgina í þriðju umferð íslandsmótsins og leikið var í Grindavík. Til að gera langa sögu stutta þá sigruðu stelpurnar alla sína leiki mjög örugglega. Stúlkurnar í 8.flokki hafa núna leikið 12 leiki í vetur (3.umferðir í A-riðli) og unnið alla sína leiki sannfærandi. Glæsilegur árangur!
Úrslit
- Keflavík - Njarðvík 45-29
- Keflavík - Breiðablik 47-15
- Keflavík - KR 67-11
- Keflavík - Grindavík 38-21
Kv. Einar "kanslari" Einarsson