Glæsileg helgi hjá 8.flokki karla
Íslandsmótið í 8 flokki karla var haldið í Keflavík helgina 24. og 25. janúar 2009
Strákarnir stóðu sig frábærlega og unnu alla leikina. Úrslit helgarinnar urðu:
Keflavík –FSU 42-32
Keflavík–Fjölnir 49-30
Keflavík- Valur 54-34
Keflavík-Breiðablik 50-40
Á laugardeginum var fyrsti leikurinn á móti FSU. Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Drengirnir spiluðu mjög vel og náðu 20 stiga forustu strax í byrjun og allir í liðinu skoruðu stig.
Næsti leikur var á móti Fjölni. Leikur sem var allur í járnum í fyrri hálfleik. En í þeim síðari sýndu okkar menn virkilega hvað í þeim býr, skoruðu 12 stig í röð, eitthvað sem Fjölnir átti aldrei svar við.
Á sunnudeginum var fyrsti leikurinn á móti Val Reykjavík. Yfirburðir heimamanna voru miklir og sáu Valsmenn aldrei til sólar. Stórsigur okkar manna var því staðreynd.
Síðasti leikur mótsins var svo á móti Blikum úr Kópavogi, sem var talinn erfiðasti andstæðingurinn hingað til. Drengirnir komu virkilega einbeittir til leiks, spiluðu frábæra vörn og sókn kom í kjölfarið. Sigur okkar manna því staðreynd og pláss í A-riðli staðreynd.
Það var reglulega gaman að fylgjast með drengjunum í þessu móti, þar sem þeir lögðu sig alla fram, sýndu góða takta og mikilvægast af öllu, spiluðu sem ein heild. Sem sagt frábær helgi hjá 8. flokki drengja.
Eins og áður var getið, komst 8. flokkur því hér með upp í A-riðil Íslandsmótsins, sem er frábær árangur og það sem drengirnir hafa stefnt að í allan vetur.
Næst á dagskrá hjá drengjunum er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn en leikið verður 14. - 15. mars í Njarðvík.
körfuboltakveðja Jón Guðbrands