Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 3. febrúar 2009

Glæsileg helgi hjá 9. fl.kvenna

9. flokkur kvenna gerði góða hluti í Kópavoginum um helgina þegar þær gjörsigruðu A-riðilinn. Stúlkurnar spiluðu 4 leiki, gegn gestgjöfum Breiðabliks, UMFN, UMFG og Haukum. Á heildina litið var það varnarleikurinn sem var í fyrirrúmi þessa helgina. Stelpurnar spiluðu ýmis afbrigði varnarleiks sem þær skiluðu af stakri prýði. Stúlkurnar hafa því sigrað á öllum mótum hingað til og stefna þær að sjálfsögðu á það að landa sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð.  Einnig ber að minnast, að eins og venjulega voru þær félagi sínu til mikils sóma utanvallar sem innan.  Leikirnir fóru sem hér segir.

 Kef – Haukar
Þessi fyrsti leikur mótsins var gegn Haukum úr Hafnarfirði. Leikurinn hófst vel fyrir okkar stúlkur og í aðal hlutverki var Lovísa sem gersamlega slökkti í aðalleikmanni Hauka með frábærri vörn.  Fljótlega var munurinn orðin 14 stig og í hálfleik var staðan 30-8. Ekkert var gefið eftir í seinni hálfleik og virkilega gaman var að sjá hversu vel stúlkunar spilluðu vel saman og voru allar að safna sér stoðsendingum í stað þess að safna sér stigum endilega. Leikurinn endaði 64-20 og þar með fyrsti sigurinn á mótinu í höfn. Sem fyrr segir var það tvennt sem stóð uppúr í þessum leik, samvinna leikmanna í sókninni og gríðarlega öflug vörn Lovísu á skæðasta leikmann Hauka.
Stig : Eva Rós 16, Kristjana 10, Aníta 10, Ingunn 8, Lovísa 6, Thelma Hrund 6, Berglind 4, Jenný 2, Thelma Lydía 2

Kef- UMFN
Seinni leikur laugardagsins var við granna okkar í Njarðvíkinni. Stelpurnar mættu allt annað en tilbúnar til leiks á fyrstu mínútum og voru það Njarðvík sem voru töluvert sterkari. Njarðvík kom liðsmönnum okkar í opna skjöldu þegar þær byrjuðu að pressa og eitthvað virtist það ekki vera það sem við var búist.  Þrátt fyrir þessi feilspor á fyrstu mínútum leiksins voru stúlkurnar fljóta að átta sig á hlutunum og ekki leið að löngu að þær voru komnar með 12 stiga forskot sem þær fóru með til leikhlés. Í seinni hálfleik var skipt um gír og um leið vörn. Njarðvíkurstúlkur áttu í mesta basli með svæðisvörn okkar og því endaði leikurinn með stórsigri okkar 51-83.
Stig: Eva Rós 30, Ingunn Embla 16, Aníta 12, Lovísa 8, Thelma Hrund 8, Kristjana 4, Jenný 2, Berglind 1

Kef – Breiðablik
Heimalið Breiðabliks voru í fyrsta skiptið að spila með þeim bestu í A-riðli og var þeim enginn griður gefinn. Stúlkurnar tóku strax öll völd á vellinum og leiddu 20-7 eftir fyrsta fjórðung. Smá hikst kom á leik stúlknanna í öðrum fjórðung þar sem þær skoruðu aðeins 9 stig en í þeim þriðja skoruðu þær 18 stig sem voru ósvöruð af heimaliðinu og þar með sigurinn í höfn. Leikurinn endaði  
59-25.
Stig: Eva Rós 19, Lovísa 14, Aníta 14, Ingunn 5, Thelma Hrund 4, Jenný 3

Kef – Grindavík
Grindavík hefur verið okkar helsti keppnisaðili í gegnum tíðina og í byrjun leiks stefndi í að engin breyting yrði á. En gríðarlega öflug vörn okkar varð þess valdandi að Grindavík náði aðeins að skora 10 stig í fyrri hálfleik gegn 30 stigum okkar.  Vörnin hélst sterk allt mest allan leikinn en á lokaspretti leiksins virtist liðið slakað aðeins á ólinni en þrátt fyrir það var það 22 stiga sigur sem leit dagsins ljós, eða 62-40.
Stig: Eva Rós 22, Lovísa 19, Ingunn 6, Aníta 5, Kristjana 2, Berglind 2, Thelma Lydía 2, Jenný 1

Körfuboltakveðja Erla Reynis.