Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 22. febrúar 2012

Glæsilegur sigur á Haukum

Það var gleði sem ríkti í búningsklefa Keflavíkurdrengja í kvöld eftir að þeir höfðu lagt Hauka að velli og tryggðu sér úrslitaleik næsta laugardag á móti UMFG um bikartitil.
Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og staðan eftir leikhlutana var 15 - 13 / 24 - 23 / 40 - 39 og urðu lokatölur 51 - 49 þar sem Haukar áttu síðustu þrjú skot leiksins en náðu ekki að jafna. Fjöldi áhorfenda var í húsinu og flestir orðnir vel sveittir þegar leiknum lauk. Kári Jónsson hinn efnilegi Haukamaður gerði 29 stig fyrir Haukana í leiknum.

Lið okkar var skipað eftirfarandi leikmönnum. (Skoruð stig)
Kristinn R. Sveinsson, Guðmundur Ólafsson (5), Sigurþór I. Sigurþórsson (10), Kormákur Þórsson, Árni V. Karlsson, Matthías S. Guðnason, Tryggvi Ólafsson (15), Oliver Bjarnason, Sigurður G. Loftsson, Eiður S. Unnarsson (1), Sindri Ólafsson (14) og Arnþór I. Ingvason (6).

Nú er bara, fyrir hópinn,að leggjast undir feld og mæta klárir í slaginn á móti Grindavík n.k. laugardag en leikurinn fer fram í Vodafone höll þeirra Valsmanna kl. 10:30 að morgni, en úrslit allra flokka í bikarkeppni KKÍ fer fram þessa helgi í Vodafone höllinni.

     
Áfram Keflavík !                                   Lið Grindavíkur.

Frétt af heimasíðu körfuknattleikssambandsins. (kki.is)
Um næstu helgi fara fram bikarúrslit yngri flokka. Að þessu sinni verður spilað í Vodafone-höllinni og verður umsjón helgarinnar í höndum Valsmanna.


Laugardagur 25. febrúar
Kl. 10.30 – 9. flokkur karla        Keflavík - UMFG
Kl. 12.15 – 10. flokkur kvenna
Kl. 14.00 – 11. Flokkur karla
Kl. 16.00 – Unglingaflokkur kvenna
Kl. 18.00 – Unglingaflokkur karla

Sunnudagur 26. febrúar
Kl. 10.30 – 9. flokkur kvenna
Kl. 12.15 – 10. flokkur karla
Kl. 14.00 – Stúlknaflokkur
Kl. 16.00 - Drengjaflokkur