Fréttir

Körfubolti | 16. apríl 2008

Glæstur sigur drengjaflokks

Þetta var fyrsti leikurinn í úrslitakeppni hjá drengjaflokki og var hann á móti Tindastóli. Okkar menn mættu mjög tilbúnir í leikinn, sem varð til þess að leikurinn varð aldrei spennandi. Í hálfleik var því 24 stiga munur, okkar mönnum í hag. Það skapaðist aldrei hætta í síðari hálfleik og erum við því komnir í undanúrslit. Líkt og ávalt var þessi sigur, sigur heildarinnar en þó má nefna að Magni fór á kostum frá 3stigalínunni, með 7 þrista. Einnig mætti nefna Sigfús sem var með góða spretti og Þröstur skoraði að vild.

 

Næsti leikur verður í DHL höllinni á föstudag en mótherjar okkar vitum við ekki fyrr en seinna í kvöld. 

 

Lokatölur urðu Keflavík 119 - Tindastóll 90

 

Magni 31 stig 2/2 víti 7 þrista. Sigfús 25 stig 4/3 víti 3 þrista. Alfreð 19 stig 5/3 víti. Þröstur 18 stig 2 þrista. Guðmundur 10 stig 4/3 víti 1 þrist. Ingimundur 6 stig 2/1 víti 1 þrist. Stefán 6 stig. Bjarni 2 stig 4/2 víti. Valdimar 2 stig.

 

 

Kveðja

Jón I Guðbrandsson