Fréttir

Körfubolti | 19. október 2006

Góð byrjun á körfuboltavetrinum og sigur í framlengdum leik

Keflvíkingar lögðu Skallagrím 87-84 í hörkuleik í Keflavík, þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Staðan var jöfn þegar 5 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma. Elentínus Margeirsson var á vítalínunni en klikkaði á báðum vítum sínum og Skallagrímsmenn brunuðu fram völlinn en náði ekki skoti og leikurinn fjaraði út. Keflavíkingar voru svo stekari á framlengingu og höfðu 3 stiga sigur. Sannalega góð byrjun á skemmtilegum körfuboltavetri, en næsti leikur fer einnig fram í Sláturhúsinu en þá verða það Kr-ingar sem mæta til leiks.

Thomas Soltau var ekki með vegna veikinda og Jón Norðdal Hafsteinsson hvíldi einnig. Ungir og efnilegir strákar tóku sæti þeirra í hópnum, þeir Magni Ómarsson og Axel Þór.

 Jermain Williams skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Keflavík, Magnús Gunnarsson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst og Gunnar Einarsson skoraði 18 stig. Jovan Zdraveski skoraði 27 stig fyrir Skallagrím, Darryl Flake skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst og Pétur Sigurðsson skoraði 13 stig