Góð byrjun Hauka réði úrslitum
Keflavík tapaði í dag fyrir Haukum í uppgjöri toppliðanna að Ásvöllum, 90-81. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-18 og í hálfleik 48-40.
Stelpurnar voru ekki með á nótunum í byrjun leiks og Haukastelpur náðu strax þægilegri forustu. Sú forusta átti eftir að duga Haukum í leiknum því jafnræði var eftir það. Keflavík náði að spenna leikinn upp þegar um 5 mín. voru eftir, en vantaði þolinmæði til að klára verkefnið.
Bryndís var mjög góð í dag og var með 24 stig. Kesha var með 14 stig og 8 stoðsendingar, Kara 11 stig og 9 fráköst og Maja Ben. 10 stig og Rannveig 9 stig.
Helena Sverrisdóttir og Okonkwo sáu um stigskorið fyrir Hauka en þær saman skoruðu 63 stig og tóku 23 fráköst og voru með 16 stoðsendingar.