Góð ferð í Stykkishólm.
Um helgina fór 8. flokkur drengja í Stykkishólm og lék fjóra leiki í þriðju umferð Íslandsmótsins. Drengirnir léku í fyrsta skipti í b-riðli og settu sér marmið um að halda sér í riðlinum, en til að ná því urðu drengirnir að vinna einn til tvo leiki um helgina, og það tókst.
Dengirnir töpuðu báðu leikjum fyrri daginn. gegn Breiðablik og heimamönnum í Snæfelli, en unnu svo báða leikina seinni daginn, gegn Haukum og Tindastól, og tryggðu keppni í b-riðlinum í næstu umferð. Fjórða umferðin fer fram helgina 11. og 12. mars n.k.
Hópurinn var skipaður þeim Bartosz, Birgi Erni, Einari, Flosa Gunnari, Gabríel Má, Guðjóni Pétri, Jónasi Degi, Stefáni Júlían, Vilhjálmi og Þorsteini Helga.
Auk þess að keppa leikina þá skoðuðu drengirnir Hólminn, fóru í sund og fóru saman út að borða á laugardagskvöldinu, en gist var í grunnskólanum í Stykkishólmi.
Áfram Keflavík !