Góð fyrirheit og Keflavík yfir 1-0 eftir framlengingu
Keflavík sigraði Hauka 94-89 eftir að staðan hafði verið 81-81 eftir venjulegan leiktíma.Leikur var sá fyrsti í undanúrslita einvígi liðanna og fer næsti leikur fram í Hafnafirði. Leikurinn var góð fyriheit fyrir því sem koma skal og ljóst að enginn verður svikin af þessum leikjum. Keflavík var yfir mest allan leikinn en Haukar náðu 8. stiga forustu þegar 2. mín. lifðu af leiknum. Stelpurnur jöfnuðu leikinn með góðri baráttu og voru einfaldlega sterkari í framlengingunni. Stigahæst var Kesha með 30.stig, Sunny var með 22. stig og Birna settu niður18. stig og var mjög öflug í framlengingunni. Keflavík var með forustu í hálfleik, 40-34.
Fjórir heppnir áhorfendur reyndu með sér í borgar-skotleik Iceland Express en höfðu ekki erindi sem erfiði að þessu sinni.
Keflavík byrjaði leikinn á ágætri pressuvörn og var í raun að spila fína vörn í fyrsta leikhluta. Þær náðu fljótlega 5-6 stiga forustu en Haukastelpur komu til baka og komust yfir í stöðunni 32-30. Þá var komið að góðum kafla hjá Keflavík með Sunny og Birnu fremstar í flokki. Birna setti niður 4. stig í sömu sókn og. Halldóra kláraði fyrrihálfleik með 2. stigum eftir góða sendingu frá Keshu. Sunny var stigahæst í hálfleik með 13. stig en þær Kesha og Birna eru með 8. stig. Keflavík varð fyrir áfalli í byrjun 2. leikhluta þegar Rannveig meiddist og var hún ekkert meira með í leiknum.
Staðan þegar 6.mín.voru liðnar af seinnihálfleik og staðan 50-45, setti Pálína niður mikilvægan þrist og kom forustunni í 8. stig. Gestirnir áttu gott áhlaup og náðu að minnka forustuna niður í 2.stig, 57-55 fyrir lok 3. leikhluta. Þær jöfnuðu svo leikinn 57-57 stax í byrjun 4. leikhluta. Keflavík svarði með 5.stigum í röð. Haukar komust svo yfir þegar 7.20 voru eftir á leiknum með 2. körfum frá Crawford, 62-65. Haukar heldu áfram að auka muninn jafnt og þétt og 3.29 var forustan 67-74. Jonni tók leikhlé en áfram hélt klaufagangurinn í sókninni. Staðan þegar 2. mínutur voru eftir var 71-79. Þá setti Kesha niður mikilvægan þrist og stax 2. stig. í næstu sókn og staðan 76-79 . Sunny minkaði svo forustuna niður í 1. stig og brotið á Crawford sem setur annað niður. Keflavík í sókn og Birna klikkar á þrist en þær vinna boltann og Kesha setur niður þrist og kemur Keflavík yfir 81-80. Leikhlé og 37. sek. eftir. Haukar í sókn, brotið á Crawford sem setur niður annað vítið og Kesha brunar fram. Kesha nær skoti sem geigar og Keflavík nær frákastinu en tíminn fjarar út og leikurinn framlengdur, 81-81.
Framlengingin var í beinni textalýsingu hér á heimasíðunni.
Birna setur niður þrist en Haukar komast yfir 84-87 og 2.30 eftir. Birna skorar 86-87, Sunny jafnar leikinn 87-87. 1.52 eftir. Birna kemur okkur yfir með 2. stigum á vítalínunni. Birna að rífa niður sitt annað frákast á mikilvægum tíma. Sunny skorar í næstu sókn og Haukar taka leikhlé, 91-87 og 1.09 eftir. Sunny fær sína 5. villu og Crawford setur niður bæði vítin, 91-89. Haukar í sókn þegar 30 sek eftir en ná ekki skoti og brotið á Keshu sem setur annað niður. Birna nær enn einu frákastinu og aftur brotið á Keshu. Nú setur hún bæði niður og Keflavik vinnur leikinn 94-89.
Næsti leikur liðanna er á mánudag 17. mars kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði
Kesha átti góðan dag. Mynd jbo@vf.is