Fréttir

Karfa: Karlar | 18. október 2008

Góð vörn lykillinn í sigri á Þór

Keflavik sigraði Þór 94-70 í Iceland Express-deildinni í gær. Staðan í hálfleik var 48-31 en leikið var í Toyotahöllinni í Keflavík. 

Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn KR og fer hann fram í DHL-höllinni kl. 19.15. Við hvetjum alla Keflavíkinga til að fjölmenna á leikinn.

Strákarnir mættu mjög grimmir til leiks gegn Þór og spiluðu góða vörn allan leikinn. .  Besti maður Þórsara var Cedric Isom sem er ein af fáum erlendu leikmönnum í deildinni í ár. Isom skoraði rétt tæplega helming stiga liðsins eða 34.stig ásamt því að taka 9. fraköst.

6. leikmenn Keflavíkur skoruðu meira ein 10.stig. Gunnar E. 17. stig, Sverrir Þór 15.stig, Villi 14.stig,  Hörður 13. stig, Jonni 13.stig og Þröstur 11.stig. Siggi var svo með 9.stig og 6. fráköst og Elvar 2. stig.

Myndir úr leiknum á karfan.is

Umfjöllun um leikinn á karfan.is

Tölfræði leiksins.

Hörður var með 13.stig í sínum fyrsta deildarleik með Keflavík.