Fréttir

Góðar fréttir úr kvennastarfinu
Körfubolti | 27. apríl 2020

Góðar fréttir úr kvennastarfinu

Góðar fréttir frá kvennaliði körfunnar

Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson verða áfram þjálfarar kvennaliðs okkar sem eru afskaplega góð tíðindi.

Einnig var skrifað undir samning við Danielu Wallen Morillo í dag og spilar hún því áfram með Keflavíkurstelpum á næsta tímabili. Daniela var klárlega ein af betri leikmönnum Dominos deildar kvenna en hún endaði tímabilið með 24,7 stig að meðaltali í leik, 13,1 frákast og 4,9 stoðsendingar. Svo sannarlega leikmaður sem small vel við okkar ungu leikmenn.

Og talandi um unga leikmenn þá er kvennastarfið hér í Keflavík klárlega eitthvað sem við getum verið stolt af og því er það mikið gleðiefni að sjá svo margar af stelpunum okkar sem ætla að taka slaginn með okkur aftur. Fyrir það erum við svakalega ánægð með.

Katla Rún Garðarsdóttir
Erna Hákonardóttir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Kamilla Sól Viktorsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Eydís Eva Þórsidóttir
Anna Ingunn Svansdóttir
Edda Karlsdóttir
Sara Lind Kristjánsdóttir
Eva María Davíðsdóttir
Hjördís Lilja Traustadóttir

Áfram Keflavík !!!!!