Góðar kveðjur frá Torfa "bróður"
Heimasíðunnu barst góð kveðja frá Snæfellsfan nr. 1, Torfa "bróður", hún er svohljóðandi:
Til allra körfuboltaunnenda
Þakka kærlega góðar mótttökur í Kef á laugardag, vonandi get ég tekið jafn vel á móti ykkur á mánudaginn.
Það er gaman að sjá að þið leggið ykkur öll fram um að sigra því það er einmitt afl og áræði andstæðinganna sem gerir keppnina svo spennandi.
Nú skulum við láta gleðina ráða ríkjum og ekki láta neitt skemma þá hamingju sem er fólgin í góðum körfuknattleik.
Til hamingju með sigurinn
Torfi bróðir
Takk fyrir góðar kveðjur Torfi, við hlökkum til að mæta í Hólminn og takast á við ykkar fræknu sveina - megi betra liðið vinna!