Fréttir

Körfubolti | 25. febrúar 2007

Góður 92-99 sigur á Hamar/Selfoss

Keflavík sigraði Hamar/Selfoss  92-99  í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Hamar/Selfoss var með forustu eftir 1. leikhluta 21-15 og í hálfleik 47-44.

Hittni leikmanna Hamar/Selfoss var mjög góð í upphafi leiks og Byrd erfiður við að eiga undir körfunni á meðan hann hafði orku. Heimamenn náðu mest 13 stiga forustu í öðrum leikhluta en Keflavík náði góðum kafla fyrir hlé og  3. stig skildu liðin af. 

Í síðari hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum og góðir sóknartilburðir hjá báðum liðum. Tony Harris sem var ekki búinn að hitta vel í leiknum átti mjög góðan kafla í 4. leihluta ásamt Gunnari Einars. Gunni gerði út um leikinn þegar 40. sek. voru eftir með þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 85-94.

Bestir í kvöld voru Sebastian og Sverrir Þór.

Stigahæstir voru Tony 20 stig, Sebastian 18 stig, Maggi 13 stig ( 3/3 í þriggja), Sverrir og Gunni 11 stig.

Arnar Freyr meiddist í upphafi leiks og við færum ykkur fréttir af því fljótlega.

Úrslit kvöldsins.

Grindavík-Skallagrímur   83-84         
ÍR-Fjölnir                     101-68   
Tindastóll-Snæfell          73-104

Staða efstu 8.liða

1. Umfn 32/18
2. KR 30/18
3. Skallagrímur 30/19
4. Snæfell 28/19
5. Keflavík 22/19
6 Grindavík 20/19
7. ÍR 14/19
8. Tindastóll 12/19