Fréttir

Körfubolti | 7. apríl 2007

Góður fyrrihálfleikur dugði ekki gegn Haukum

Stelpurnar töpuðu í dag öðrum leiknum í úrslitaeinvíginu við Hauka, 101-115.  Þær voru með 9 stiga forustu í hálfleik en fjórði leikhluti var eign Hauka frá byrjun.

Bein textalýsing var hér á síðunni.

Haukar byrjuðu leikinn betur og komust í 4-11 en Svava lagaði stöðuna með góðum þrist. Stelpurnar töpuðu nokkrum boltum í  klaufalega í byrjun enda var hraðinn mikill. Staðan eftir 5.mín 9-15 fyrir Hauka og Helena með 8 stig.  Haukastelpur að taka of mikið af sóknarfráköstum og fá 2-3 tilraunir í hverri sókn. Ifeoma setur niður þrist og Svava svarar með þrist um hæl. Jonni tekur leikhlé þegar 2. nín eru eftir af 1. leikhluta og staðan 19-24 fyrir gestina. Bryndís skorar eftir góða sendingur frá Keshu og minkar muninn niður í 2 stig 23-25. Dæmt skref á Bryndísi þegar um 5 sek. eru eftir að leikhlutanum og Helena skorar flautukörfu frá miðju og staðan. 26-29 eftir leikhlutan.

Haukastelpur koma ákveðnar til leiks og staðan 28-38 eftir 2. mín af öðrum leikhluta og Jonni tekur leikhlé.  Kesha stelur boltanum og Birna skorar úr hraðaupphlaupi  30-39.  Birna með þrist og Kesha með gegnumbrot en Helena svara, 35-43 og annar leikhluti hálfnaður. Unnur brýtur á  Maríu og fær að launum tæknivillu fyrir mótmæli. 39-43 og stelpurnar að berjast vel. Unnur komin með 4 villur og Pálina 3. villur og Bryndís setur niður annað vítið og munurinn aftur 3 stig.  Birna stelur boltanum og skorar 2 stig og setur niður þrist í næstu sókn og Keflavík með forustuna 47-45 og Ágúst þjálfari Hauka tekur leikhlé. Kesha kemur Keflavík í 49-45 og dæmt skref á Hauka í næstu sókn. Svava setur niður þrist og Anna skorar fyrir Hauka, 52-47. Kara setur niður þrist og Haukarnir tapa boltanum í næstu sókn. Ágúst með leikhlé þegar 1. mín. er eftir, og staðan 55-48. Rannveig klikkar á 2. vítum en Ingibjörg tekur frákastið og Rannveig sækir villu og klikkar ekki í þetta skiptið. Kesha og Ifeoma skiptast á 2. stigum fyrir hlé og hálfleikstölur 59-50.

Svava átti frábæran fyrri hálfleik og var með 13 stig og Birna og María Ben 12 stig hvor. Unnur Tara er með 4 villur og Guðrún og Pálina 3 villur.

Stelpurna mæta ákveðnar til leiks og Kesha skorar 2 stig og Svava setur niður 4 þristinn og staðan eftir 66-56 eftir 2. mín.  Haukastelpur laga stöðuna, 66- 58 og Jonni  tekur leikhlé. Kesha stelur boltanum og nær forskotinu aftur í 10 stig en Ifeoma heldur Haukum inní leiknum. Staðan þegar 3 mín eru eftir af 3. leikhluta 72-71 og vörn Hauka sterk og fráköstin þeirra megin. Helena jafnar leikinn 72-72 og Keflavík tapar boltanum  og Haukar með æfintýralegan þrist. Kara skorar og Kesha kemur okkur yfir þegar 2. min eru eftir, 76-75. Haukar í sókn þegar 1. mín.eru eftir og brotið á Helenu sem setur annað niður. Bryndís tpar boltanum og  Ifeoma skorar og stelpurnar tapa aftur boltanum og 9.sek. eftir en á ekki að skora.  Staðan 76-78 fyrir gestina eftir leikhlutann.

Helena byrjar fjórða með þrist og Ifeoma heldur áfram að skora, 78-85 eftir 2. mín. María skorar og fær víti sem hún setur niður og liðin skiptast á að skora. Dæmt skref á Bryndísi en gestunum tekst ekki að skora í næstu sókn og Kara grimm í fráköstum. Jonni með leikhlé þegar 6. mín eru eftir að leiknum og staðan 83-91. Skref dæmt á Keshu en Ifeoma kemst upp með það sama í næstu sókn. og 2. þristar í röð hjá Haukum og vörnin hræðilega hjá Keflavík, 87-99 og 4.mín eftir.  Bryndís minnkar muninn niður 12 stig þegar um 3 mín eru eftir og Jonni með leikhlé.  Helena settur niður 2. stig á vítalínunni og Keflavík tapar boltanum og Kesha fær tæknivillu.

Stelpurnar spiluðu á köflum mjög vel og baráttan til fyrirmyndar í fyrri hálfleik. Í þeim seinni misstu þær leikin úr höndum sér og gáfust of fljót upp.   

 

Tölfræði leiksins.

 

Næsti leikur fer fram að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið kl. 19.15. Áfram Keflavík.