Góður seinni hálfleikur dugði ekki í kvöld
Íslandsmeistarar Keflavíkur töpuðu í kvöld 75-88 fyrir KR og eru því undir 0-2 í einvíginu. Strákarnir áttu góðan seinni hálfleik þar sem baráttan var til fyrirmyndar. Fæstir leikmenn náðu að sýna sitt rétta andlit í fyrrihálfleik þar sem staðan var 27-41 og langt síðan svo lágt stigaskor hefur sést á sunnubrautinni.
Kr spilaði líka fasta vörn en vandamálið var að okkar leikur var allt of hægur og flest skot voru þvinguð og Siggi lét ýta sér út úr teignum. Gunnar Einarsson meiddist í fyrrihálfleik og lék ekki meira með og munaði mikið um það. Toyotahöllin var troðfull og stuðningsmenn Keflvíkinga stóðu sig frábærlega.
Í seinni hálfleik mætti allt annað Keflavíkurlið inná völlinn og með smáskynsemi hefðum við átt að komast yfir. Jón Arnór er allt í öllu hjá KR og á tímabili fengu aðrir leikmenn varla boltann. Það þurfti einfaldlega ekki því Jón skoraði margar fáranlegar körfur og alltaf þegar okkar menn voru að gera áhlaup.
Næsti leikur fer fram á föstudag og þá verður allt lagt undir.
Stigahæstur var Jesse með 26. stig og átti góðan leik. Hörður var mjög sprækur í seinni hálfleik og setti niður 15. stig og tók 7. fráköst. Siggi var með 12. stig og Jonni skoraði 10.stig.