Fréttir

Körfubolti | 7. janúar 2007

Góður seinni hálfleikur og liðið að smella í gírinn

Keflavík tapaði naumt fyrir Skallagrím í Borgarnesi á laugardaginn 100-98 í Iceland Express-deildinni. Keflavíkingar voru undir í hálfleik með 17 stigum og voru undir 19 stigum strax í byrjun, en mætu hressilega inn í leikinn eftir það.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en hittni Borgesingar var ótrúleg og settu þeir ófáa þristanna niður enda treystir liðið mikið á hittni fyrir utan.  Keflavíkingar voru þó aldrei langt undan og heldu sér inn leiknum framan af.  Byrjunarlið okkar var skipað þeim Arnari, Magga og Gunna ásamt nýju Keflavíkingunum tveim þeim Ismail og Sebastian.  Sá síðarnefndi var reyndar ný kominn til landsins og aðeins búinn að mæta á eina æfingu með liðinu.  Þeir byrjuðu leikinn báðir vel og voru mjög ógnandi í teignum, nokkuð sem vantað hefur hjá liðinu í síðustu leikjum.  Slæmur kafli undir lok 2. leikhluta þar sem heimamenn skoruðu margar auðveldar körfur og munurinn fór úr 6. stigum upp í 17 í hálfleik.

Vörnin small í réttan farveg í þeim seinni og sannkallað varnarlið inná skipað þeim, Sigga, Dóra, Sverri, Magga og Gunna.  Borgnesingar komust lítið áfram á þessum kafla og Maggi hrökk svo sannalega í gagn. Maggi setti niður hvern þristinn af fætur öðrum og svarar þar með Borgnesingum í sömu mynt. Liðið saxaði hægt og bítandi á forskot heimamanna og jafnaði leikinn 98-98 og áhorendur Skallagrímsmanna orðnir verulega stressaðir. Þeir þrír stuðningsmenn Keflavíkinga sem voru á leiknum glöddust og létu í sér heyra eins og hægt var.  Í stöðunni 98-98 var tekið leikhlé og Skallagrímsmenn með boltann. Mikil spenna í gangi en Axel Kárasson kemst undir körfuna en er blokkaður af Keflavíkingum, en villa dæmt og Axel setur vítin 2. niður. 5. sek eftir af klukku og síðasta skot leiksins frá Ismail fer ekki ofan í en Arnar Freyr grípur boltan í loftinu og blakar ofaní, en tíminn því miður búinn.

Mjög skemmtilegur seinni hálfleikur á enda og vandaði lítið uppá sigur í þetta skiptið.  Eins og áður sagði frábær hittni heimamanna, skoruðu 14 þriggjastiga körfur og hittu úr 36 af 37 vítum!! Í upphitun fyrir leik röðuðu þeir sér allir fyrir utan þriggjastiga línuna því allir virðast geta hitt þaðan.

Auðvitað hundfúlt að tapa leiknum enda hörð barátta í gangi í toppnum sem við erum aðeins fyrir utan þessa stundina. Það verður samt að segja að prógrammið hjá liðinu er sennilega eitt það erfiðasta í deildinni í mörg ár og kannski frá upphafi.  Útileikir gegn fjórum efstu liðinu er ekki auðvelt verkefni Njarðvík, Snæfell, Skallgrímur og síðast gegn KR 18 jan.  Liðið er á réttir leið og leiðin liggur uppá við og nýju mennirnir eiga eftir að reynast okkur vel.  Báðir eru miklir íþróttamenn sem berjast um hvern bolta og ógna inn í teig. Leikæfinguna vantar en hún kemur með stífum æfingum næstu daga og leikjum, en næsti leikur liðsins er gegn FSU í bikarkeppninni.

Magnús Þór Gunnarson maður leiksins og sýndi áhorfendum af hverju hann var valinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur 2006. Siggi Þ. Jonni, Dóri og Sverir áttu einnig sinn besta leik i langan tíma.

Við eigum eftir að sýna úr hverju liðið er gert í næstu leikjum en að sjálfsögðu þurfa strákarnir stuðning frá bestu stuðningsmönnum landsins.  Það er bara alls ekki nóg að þrír stuðningsmenn fylgi liðinu í erfiða útileiki og það er mín skoðun að stuðingur frá áhorfendum í leik eins og þessum skiptir öllu.  Áfram Keflavík.

Stigahæstur Maggi með 30 stig ( 6 þrista ), Ismail 21 stig, Sebastian 19 stig ( 11 fráköst ), Jonni 9 stig og Sverrir 6 stig.  Fráköst  43-41 fyrir Keflavík. Keflavik notaði 10 leikmenn, Skallagrímur 8 leikmenn.

Tölfræði leiksins

Landsbankinn

 

Image

Siggi stoppar Jovan. Mynd Svanur Steinarsson.