Fréttir

Karfa: Karlar | 17. febrúar 2008

Góður sigur á baráttuglöðum Garðbæingum. 4. umferðir eftir

Keflavík sigraði í kvöld Stjörnuna  95-78 í 18. umferð Iceland Express-deild karla. Staðan í hálfleik var 46-34.

Sigurður gerði nokkrar breytingar á byrjunarliðinu, enda mjög ósáttur eftir tapið gegn KR í síðustu umferð.
Byrjunarliðið var skipað þeim Susnjara, Magga og BA og inn komu Siggi og Þröstur
en sá síðast nefndi sýndi góða baráttu gegn KR. Og það virtist virka því Keflavík náði strax forustu í leiknum.
Þröstur nýtti tækifærið vel setti niður þrist og spilaði fína vörn á Jovan en Siggi þjálfari átti þó eftir að skipta
reglulega um varnarmenn á þeim ágæta leikmanni.
Staðan eftir 1. leikhluta 22-15 og stigahæstir Siggi Þorsteins. og BA með 6. stig.

Strákarnir heldu áfram að leika ágæta vörn og allt annað var á sjá til Tommy og BA sem þó virtust ekki
vera búnir að jafna sig eftir föstudaginn. Í þeim leik komust þeir ekki á blað í fyrrihálfleik en  voru stigahæstir
þegar að leikhléi kom með sitt hvor 9. stigin. Allt í öllu hjá gestunum var nýji kaninn þeirra
Jarrett Stephens en hann hafði einmitt verið stigahæstur í sigurleiknum gegn Njarðvík í síðustu umferð.
Góð vörn okkar manna held bæði Dimitar og Jovan niðri. Staðan í hálfleik 46-34 og eins og áður sagði þeir
félagar BA og Tommy með 9. stig. Siggi var einnig að komst mjög vel frá sínu og var með 8. stig.

Leikurinn var í fínu jafnvægi og menn nokkuð rólegir enda forustan í hálfleik ekkert til að kvarta yfir. 
En í stöðunni 72-65 fékk Jonni dæmda á sig ásetningsvillu eftir skemmtileg leikræn tilþrif frá Jovan.
Jonni var ekki sáttur og fékk tæknivillu í verðlaun. Til að gera langa sögu stutta þá skoruðu Stjörnumenn 6. stig
í sömu sókninni. Staðan því orðin 72-71 og allt gat gerst. Strákarnir fóru þó ekkert á taugum við þessa
óvæntu gjöf til gestanna og settu aftur í 5. gír og kláruðu leikinn með stæl.  Magnús Þór Gunnarsson kom
sterkur inn á lokakaflanum og sýndi hve mikla reynslu hann býr yfir. Hann tók mikilvæg fráköst og
átti nokkar stoðsendingar á mikilvægum tíma. Susnjara átti heilt yfir mjög góðan leik sem og BA sem
skaut þó helst til mikið. Siggi Þorsteins. átti einnig mjög góðan leik og þarf að halda stöðuleika til að
komast í hóp bestu miðherja landsins.

Önnur úrslit í kvöld voru.

Snæfell-Skallagrímur  85-77   
Þór.-Tindastóll           93-94
UMFN-Hamar          120-86        

Næstu leikir;

Fös. 29.feb.2008 19.15  Hveragerði    Hamar - Keflavík
Fim. 6.mar.2008 19.15   Keflavík       Keflavík - Tindastóll
Fös. 14.mar.2008 19.15 Borgarnes     Skallagrímur - Keflavík
Þri. 18.mar.2008 19.15   Keflavík       Keflavík - Fjölnir