Góður sigur á Grindavík
Keflavík sigraði í kvöld Grindavík í 1.deild kvenna Iceland Express-deild, 83-71. Liðin eru að berjast um annað sæti deildarinnar, Grindavík er með 22 stig en Keflavík 20 stig eftir leik kvöldsins.
Keflavík hafði frumkvæðið allan leikinn en náðu ekki að hrista gestina af sér fyrir en í byrjun 4. leikhluta. Staðan i hálfleik var 42-35 fyrir Keflavík og La K Barkus komin með 11 stig, Bryndís 9 og María Ben 8 stig. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður af Keflavík en þær voru stundum full fjótar á sér í sókninni og smá kæruleysi í gangi.
Grindavík setti allt í gang strax í byrjun seinni hálfleiks og náðu að saxa niður forskot Keflavíkur með mikilli baráttu. Smá spenna kom í leikinn og vörnin hjá Keflavík, sem hafði verið góð, ekki alveg að virka á þessu tímapunkti. Staðan eftir 3. leikhluta var því 63-59 og forskotið var aðeins 1 stig 60-59, áður en Birna smelli niður einum þrist rétt áður en flautað var til leikhlés. Birna hafði haft hægt um sig í fyrri hálfleik en skipti um gír og átti stórleik í þeim seinni.
Strax í byrjun 4. leikhluta fór allt í gang hjá Keflavik, allt liðið barðist vel og Barkus stal nokkrum boltum í röð og Birna setti niður 2 þrista til viðbótar. Keflavík skoraði á þeim kafla 14 stig gegn aðeins 2 stigum Grindavíkur og breytit stöðunni í 77-61. Á þessum kafla gerði liðið út um leikinn og Grindavík átti aldrei möguleika eftir það.
Stelpurnar léku vel í leiknum í kvöld fyrir utan nokkra slæma kafla. La K Barkus átti góðan dag og er mjög snögg og náði að stjórna hraða leiksins mjög vel. Birna Valgarðs. átti frábæran seinni hálfleik þar sem hún skoraði mest öll stigin sín . Kara er að vaxa mikið sem leikmaður og mikil munur að sjá til hennar í dag, frá komu hennar í liðið. Kara barðist mjög vel í leiknum og spilaði mjög góða vörn.
Stigahæstar voru La K Barkus og Birna Valgarðs með 23 stig. Bryndís Guðmunds. skoraði 15 stig og átti fínan dag, María Ben var með 8 stig, Ingibjörg 5 stig, Kara 4 stig, Svava 3 og Marín 2 stig. Jerica Watson var allt í öllu hjá Grindavík og skoraði 33 eða tæplega helming stiga Grindavíkur. Hildur átti góðan fyrrihálfleik en þær tvær skoruðu 27 stig af 35 stigum þeim hálfleik.
Góður sigur hjá Keflavík sem var frekar óheppið í síðasta leik á móti Haukum. Hver leikur er mikilvægur á þessum tímapunkti enda skiptir miklu máli hvar liðið endar í deildinni áður en úrslitakeppni hefst.
Liðið leika svo næst á sunnudag í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar en sá leikur er í Keflavik og hefst kl. 17.00.