Góður sigur á Stykkishólmi
Keflavík hefur átt góðu gengi að fagna á Stykkishólmi í gegnum árin og í kvöld var engin breyting þar á. Strákarnir voru allt annað en sáttir við síðasta leik þar sem þeir töpuðu illa fyrir nýliðunum úr Kópavogi. Í þeim leik var vörnin helsta vandamálið en í kvöld var hún í góðu lagi. Keflavík sigraði leikinn 67-62 sem verður að teljast gott á þessum erfiða útivelli og sérstaklega þar sem þrjá lykilmenn vantaði í liðið, þá Jón Norðdal, Gunnar E. og Þröst.
Staðan í hálfleik var 27-28 en heimamenn voru betra liðið i þriðja leikhluta og voru með 12. stiga forustu, 56-44. Gunni og Hörður settu niður 4. þrista og koma Keflavík yfir þegar um 4. mín. voru eftir af leiknum og staðan 60-61. Góður varnarleikur skilaði svo sigrinum í hús eins og áður sagði. Ungu strákarnir komu vel út í þessum leik.
Hörður átti frábæran leik og setti niður 8. þrista og alls 29. stig. Siggi var sterkur og skoraði 14.stig og reif niður 12. fráköst. Gunni Stef. sýndi gamla takta og var með 9. stig og Elvar var með 8. stig.
Þessir tveir voru með í kvöld.