Góður sigur á Þór fyrir norðan og forustan áfram 4. stig á toppnum
Keflavík gerði góða ferð norður yfir heiðar í kvöld og vann mikilvægan sigur á Þór í Iceland Express-deild karla, 72-88. Keflavík er þar með komið með 26. stig á toppnum og hefur enn 4. stiga forustu á Kr-inga sem unnu sigur í kvöld á Snæfelli í Stykkishólmi, 83-92.
Góður sigur í ljósi þess að Þórsara hafa reynst mögum liðum erfiðir á heimavelli í vetur. Keflavíkurliðið gistir í nótt á Akureyri því leiktíminn fór ekki saman við flugætlun Flugfélags Íslands og næsti leikur liðsins ser á risalagur, því þá mæta Njarðvíkingar í Sláturhúsið.
Textalýsing var frá leiknum á heimasíðu Þórs og njótum við góðs af henni hér. Umfjöllun um leikinn má svo lesa á hér síðar í kvöld.
1. leikhluti.
Leikurinn er hafinn og Keflavík vinnur uppkastið og leggur af stað í fyrstu sókn. Fyrstu stig leiksins skorar Tommy Johnson fyrir Kef þristur.
Luka jafnar með þremur stigum af vítalínunni.
8 mín eftir og staðan jöfn 5-5 Luka með öll stig Þórs.
Luka með þrist staðan 10-5.
5 mín eftir og staðan er 14-8.
Mikil barátta í Þórsliðinu, menn ætla greinilega selja sig dýrt.
Vart búinn að hæla liðinu þegar einhver flumbrugangur og hlutirnir ganga ekki eins og best verður á kosið. En sem betur fer ná gestirnir ekki að nýta sér það. 2:30 eftir þegar Þór tekur leikhlé og staðan er 14-10 og Keflvikingar byrja með boltann.
Þessir eru inná hjá Þór núna, Luka, Cedric, Þorsteinn, Bjarki og Óðinn.
Staðan 17-14 ein og hálf eftir og Luka á vítalínunni brotið á honum í þriggja stiga skoti. Setur öll miður.
1. leikhlutinn er liðin og staðan er 20-18.
Lukkan er gengin í lið með gestunum sem stendur og þeir auka forystuna upp í 8 stig.
Maggi með þrist og lagar örlítið stöðuna, staðan 23-28 þegar 7.47 er eftir.
2. leikhluti.
Leikurinn hafinn að nýju og byrjar á því að Óðinn missir boltann og gestirnir refsa með þriggja stiga körfu og tvist strax í kjölfarið. Þór klúðrar sókn og gestirnir komnir með 5 stiga forystu. 20-25.
Jón Orri minnkar munin í 3 stig með tvö af vítalínunni.
Luka með tvö af vítalínunni og minnkar muninn í eitt stig.
Gestirnir skora og Maggi Helga setur þrist og staðan er jöfn 30-30 þegar 6.27 er eftir og vinna boltann.
Jón Orri með tvö stig og víti að auki sem hann nýtir vel og staðan er 33-30. Jón Orri með flotta vítanýtingu.
Luka á línunni og setur bæði niður og staðan er 35-30 þegar 5 mín eru eftir.
Þór tekur leikhlé. Gestirnir pressa og uppskera 6 stig gegn engu heimamanna og staðan 35-36 þegar 4:05 eru eftir.
Óðinn á vítalínunni og hittir úr öðru þetta eru fyrstu stig Óðins í leiknum.
Maggi með þrist og staðan er 39-36 þegar 2:45 eru eftir.
Magnús Gunnarsson er þrist og jafnar.
Síðan fer Luka á vítalínunna og setur bæði niður.
fín barátta í báðum liðum.
BA Walker með þrist og staðan er 41-42.
Hrafn Jó með körfu og minnar muninn í eitt stig. Þegar 45 sek eru eftir staðan 43-44
Luka Marolt er klárlega að spila best leikmanna Þórs og er búinn að skora 24 stig. Jón Orri hefur ekki enn klikkað á vítalínunni. flottur leikur.
3. leikhluti.
Þá er leikurinn hafinn að nýju Keflvikíngar byrja með boltann. Keflvikíngar skora fyrstu stigin í þessum fjórðung.
Kef með fyrstu 4 stigin áður en Cedric skorar fyrir Þór og fær víti og setur það niður. Kef setur þrist og staðan er 48-51 þegar 7.22 eru eftir.
Þessir eru inná fyrir Þór. Cedric, Birkir, Óðinn, Jón Orri og Maggi.
Cedric með körfu og staðan er 51-54 og Þór vinnur boltann.
Búið að vera hálfgerður klaufagangur hjá Þórsliðinu núna.
Cedric jafnar með þrist 54-54 gestirnir svara um hæl og ná tveggja stiga forystu.
Þorsteinn að koma inná fyrir Jón Orra.
Cedric jafnar 56-56 þegar 2:27 eru eftir.
1:05 eftir og kef leiðir með 5 stigum 56-61 allt gengur á afturfótunum hjá Þórsliðinu þessa stundina.
Óíþróttamannsleg villa dæmd á Kef og Cedric fer á vítalínunna og setur bæði minnkar muninn i 3 stig. Luka komin á vítalínuna og nýtir bæði og minnkar muninn í 1 stig.
Luka setur síðustu körfu leikhlutans og kemur Þór yfir 62-61.
Stefnir í spennandi lokafjórðung.
4. leikhluti .
Leikurinn hafinn og Keflavík byrjar með boltann. Fyrstu stig fjórðungsins skora Keflavík þrist.
Maggi með þrist fyrir Þór og staðan er 65-64 þegar 8.34 eru eftir.
Gestirnir leiða með 3 stigi þegar 7.00 eru eftir 65-68.
Staðan 65-71. 5:46 eru eftir.
Flest vafa atriði falla með gestunum.
65-73 farið að hitna í mönnum allt fellur með gestunum.
2:54 eru eftir og gestirnir leiða 68-76.
Sama sagan allt gengur upp hjá gestunum á sama tíma og ekkert gengur eða rekur hjá Þór. Hrafn ekki ánægður með dómgæsluna.
1:40 eftir og Kef leiðir 68-80.
Hrafn tekur leikhlé. Síðustu mínútur eru hreint ótrúlegar. Þórsliðið er þó að berjast og leggja si fram en lukkan er fjarri núna.
50.7 eftir og gestirnir leiða 70-84. þessi munur er full mikill miðað við gang leiksins.
Leiknum er lokið með öruggum sigri Keflavík 72-88.
Tommy var stigahæstur í kvöld með 24. stig, 9. stoðsendingar og 7.fráköst. B.A var með 19. stig og 9. stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16. stig, 8. fráköst og 5. stoðsendingar og Þröstur og Susnjara voru með 9. stig.
Önnur úrslit í kvöld:
ÍR-Njarðvík 90-86
Fjölnir-Hamar 77-74
Skallagrímur-Tindastóll 90-81