Fréttir

Karfa: Karlar | 7. janúar 2011

Góður sigur gegn ÍR

Keflvíkingar skelltu sér í heimsókn til Reykjavíkur í gær og áttu þar kappi við ÍR-inga, en frábær sigur varð raunin og lokatölur leiksins voru 88-112 fyrir Keflavík. Keflvíkingar komust mjög snemma í leiknum yfir og höfðu undirtökin allt þar til lokaflautan gall. Staðan í hálfleik var 37-49. Keflvíkingar sýndu feykigóða nýtingu úr skotum sínum í leiknum, með 70% í 2ja (32/46) og 48% í 3ja (12/25).

Thomas Sanders spilaði sinn fyrsta leik með Keflavík og kom kappinn mjög vel út, skoraði 24 stig. Með sigrinum breyttist staða Keflvíkinga í deildinni ekkert og sitja þeir enn í 3. sæti ásamt KR-ingum með 16 stig.

Hörður Axel fór á kostum í gær og skoraði 27 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst. Thomas Sanders skoraði 24 og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20. Lazar Trifunovic lék ekki með sökum ökklameiðsla, en búist er við að kappinn verði búinn að ná sér á fullu í næsta heimaleik, en sá leikur er stórleikur; Keflavík – Snæfell.

 

Sanders í ógnvænlegum dansi í gær (mynd: karfan.is)