Fréttir

Körfubolti | 8. febrúar 2007

Góður varnarleikur í þægilegum sigri á Þór

Keflavík sigraði Þór frá Þorlákshöfn í kvöld með 12. stigum 86-74, eftir að hafa verið með 9 stiga forustu í hálfleik, 46-37.

Það tók strákana smá tíma að komast inn í leikinn og komust gestirnir 0-8. Eftir fyrsta leikhluta voru Þórsara með 6 stiga forustu en mjög góð vörn í 2. leikhluta gerði það að verkum að þeir sneru leiknum sér í hag. Mjög góð vörn gerði það að verkum að Þórsara skoruðu aðeins 12 stig í leikhlutanum og töpuðu ófáum boltum.

Þórsara náðu að minnka muninn niður í 6. stig þegar um 8 mín. voru eftir af leiknum en þá settu þeir allt á fullt og kláruðu leikinn og unnu nokkuð þægilegan 12 stiga sigur.

Arnar Freyr Jónsson átti mjög leik og hefur verið að vaxa mikið í síðustu leikjum.  Arnar var með 17 stig og 6 stoðsendingar í leiknum. Þröstur og Siggi Þ. áttu einnig mjög góðan leik.  Þröstur skoraði 16 stig á 18 mín. og Siggi 14 stig á 26 mín. Greinilegt að þeir voru ákveðnir í að nýta tækifærið sem þeir fengu og sýna að þeir séu klárir í verkefnið. Sebastian skoraði 17 stig og er þar á ferð góður varnarmaður. Sverrir og Halldór voru báðir mjög góðir í vörn en höfðu hægt um sig í stigaskori. 

Siggi Sig. átti aftur innkomu  leiksins, rétt eins og gegn Haukum en þar var hann með 5 stig á 2. mín. Í kvöld var hann með 4 stig á 2 mín.  Magnús Þór Gunnarsson var ekki með í leiknum í kvöld.

Næsti leikur liðsins er í deildinni  gegn ÍR í Seljaskóla á mánudagskvöldið. 

Á morgun kemur í ljóst hvort bikarmeistarar Keflavíkur í fótbolta kunna eitthvað fyrir sér í körfubolta en þá fer fram ágóðaleikur til styrktar Magga og fjölsk.  Heyrst hefur að fótboltastrákarnir hafa verið við stífar æfingar að undanförnu og hafi ráðið til sín leynivopn. Leikurinn hefst kl. 19.00 og kostar 500.kr inn.

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Önnur úrslit kvöldsins.