Fréttir

Körfubolti | 28. júní 2006

Golfmót KKDK

Fimmtudaginn  13. júlí nk.  verður fyrsta árlega golfmót KKDK haldið á Hólmsvelli í Leiru.  Ræst verður út af öllum teigum kl. 16:00.  Mótið er Texas Scramble fyrirkomulag og spila 4 saman í liði.  Leikmenn og/eða stjórnarmenn verða liðsstjórar í hverju liði. 

Nota verður 3 upphafshögg og 3 pútt frá hverjum leikmanni á hringum og munu liðsstjórar sjá til þess að reglum sé fylgt eftir.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin sem og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins.  Í lok móts verður dregið úr nöfnum þátttakenda og fá vinningshafar góðar gjafir frá ýmsum styrktaraðilum.

Mótsgjald er kr. 5.000,- pr. einstakling.

Ef þú hefur áhuga að taka þátt í mótinu þá hefur þú samband við Magnús Þ. Gunnarsson (867-2294) eða Arnar F. Jónsson (847-9745).  Munið að það er takmörk á fjölda þátttakenda því er mikilvægt að hafa samband sem fyrst.

Leikmenn og Stjórn KKDK.