Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 21. júlí 2008

Götubolti við bestu aðstæður

Þann 19. júlí síðastliðinn fór fram lítið og nett götukörfuboltamót á Sport Court vellinum við Toyotahöllina í Reykjanesbæ. Mótið var aðeins auglýst með eins dags fyrirvara en þrátt fyrir það voru hátt í 20 keppendur sem mættu í mótið sem lukkaðist vel í alla staði.
Á mótið mættu nokkrir sprækir kappar og þar á meðal leikmenn í úrvalsdeildarliðum sem varð þess valdandi að fleiri ásamt undirrituðum máttu muna sinn fífil fegurri í körfubolta. Sport Court völlurinn stóð vel fyrir sínu þennan sólríka dag og tóku menn vel á því.
Ráðgert er að fleiri mót verði haldin á næstunni og svo eitt stórt mót um Ljósanæturhelgina og verða þessi mót væntanlega auglýst með meiri fyrirvara.

Fleirri myndir á karfan.is

 

Ljósmyndir og texti: Jón Björn Ólafsson, nonni@karfan.is