Grindavík engin hindrun
Keflavík sigraði í kvöld Grindavík 66-82 í Iceland Express-deild kvenna en leikið var í Grindavík. Birna Valgarðsdóttir átti enn einn stór leikinn og setti niður 29.stig og þarf af 5. þrista.
Það var viðeigandi Birna setti niður fyrstu stig leiksins með þristi en Keflavík var með nauma forustu eftir 1. leikhluta, 15-19. Grindavík náði að jafna 35-35 þegar um 3. mín. voru í hálfleik en Birna skoraði síðustu 4. stigin og staðan 39-40 í leikhléi.
Stelpurnar mættu ákveðnar til leiks eftir hlé og náðu fljótlega öruggri forustu. Þær unnu enda leikhlutann með 15.stigum og lögðu grunninn að góðum sigri. Auk Birnu átti Pálína góðan leik og var með 15.stig. Hrönn átti fínan leik og var með 10. stig sem og Bryndís sem kom inn í liðið eftir erfið meiðsli.