Gríndavík og ÍS bikarmeistarar
Grindavík varð bikarmeistari í karlaflokki og ÍS í kvennaflokki í dag. Okkar menn náðu sér ekki á strik og óskum við Grindavik og ÍS tíl hamingju með titilinn.
Keflavík komst aldrei alveg í takt við leikinn og sú 9 stiga forusta sem Grindavík náði strax í fyrsta leikhluta virtist vera erfitt að brúa. Keflavík náði nokkrum sinnum að minnka munin niður í 10 stig og vantaði var herslu muninn að ná leiknum á sitt vald. Öll skiptin þegar góður kafli virtist vera í væntum hjá okkar mönnum, skoruðu Grindvíkingar ótrúlega 3. stiga körfu eða við klúðruðum einhverju í næstu sókn. Leikurinn var einfaldlega eign Grindavíkur og við getum huggað okkur við að Keflavíkurliðið getur ekki spilað verr en í þessum leik og allir leikmenn liðsins eiga gríðalega mikið inni.
Stuðningsmenn Keflavíkur hafa líka oft á betri dag og verða að taka sig á fyrir komandi átök þar sem stóra barátan fer að hefjast.
Næsti leikur liðsins er einmitt á móti Grindavík í Keflavík, sá leikur skiptir miklu máli því liðin eru að berjast á toppi deildarinnar.