Fréttir

Karfa: Karlar | 11. apríl 2011

Guðjón Skúlason og Jón Halldór hættir

Guðjón Skúlason, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik, hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun liðsins eftir núverandi keppnistímabil. Þetta er ákvörðun sem hann tekur á eigin forsendum og á meðal annars rætur sínar að rekja til árangur liðsins á núliðnu keppnistímabili. Hann hefur stýrt liðinu samfellt síðustu tvö tímabil og á sínu fyrsta tímabili kom hann Keflavíkurliðinu í oddaleik gegn Snæfell í úrslitum. Á núliðnu tímabili datt liðið út í hörkurimmu gegn KR í 4-liða úrslitum.

Guðjón skilur sáttur við leikmenn og stjórn og óskar liðinu farsældar á komandi árum.

Eins og einnig hefur komið fram í fjölmiðlum, þá mun Jón Halldór Eðvaldsson ekki gefa kost á sér sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Hann hefur ákveðið að þetta sé orðið gott eftir 5 ár og ætlar að hætta á toppnum. Liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn.

Það eru því tvö stór skörð sem að fylla þarf í hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir næsta keppnistímabil. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá stjórn um framhaldið og verður farið í þessi mál eins fljótt og auðið er.

 


Guðjón Skúlason (mynd: Visir.is)



Jón Halldór Eðvaldsson (mynd: Vf.is)