Guðjón Skúlason ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins og farinn að æfa að nýju
Guðjón Skúlason aðstoðaþjálfari sem lagði skóna allt of snemma á hilluna að margra mati er farinn að æfa að nýju með Keflavík. Guðjón sem meðal annas hefur oftast allra orðið bikarmeistari með félaginu alls fjórum sinnum hefur verið að æfa með Létti í 2.deildinni en hefur nú skipt yfir í Keflavík. Ástæðan fyrir því að Guðjón er farinn að æfa með liðinu að nýju er að styrkja þurfti æfingahópinn.
Hvort Gauji Skúla eigi eftir að spila með Keflavík að nýju verður bara að koma í ljós og ekkert sjálfsagt í þeim málum. Það væri vissulega gaman að sjá hann í Keflvíkurbúning aftur enda besta vítaskytta landsins og frábær þriggja stigaskytta.
Guðjón var ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins til tveggja ára í dag. Það eru því Keflvíkingar í þjálfarastöðum bæði hjá karla og kvennalandsliðum okkar. Guðjón þjálfaði Keflvíkurliðið ásamt Fal Harðarsyni árið 2003.Vitað var að nokkur félagslið á Íslandi hafa verið að sækjast eftir Guðjóni sem þjálfara síðustu 2 ár. „Mér hefur ekki boðist að þjálfa landslið áður og það er ánægjulegt að fá svona boð,“ sagði Guðjón. „Evrópukeppnin í B-deildinni er framundan á næsta ári en það er fínn undirbúningstími sem við fáum fyrir keppnina þar sem hún hefst ekki fyrr en í september,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir.
.
Mynd af vf.is