Fréttir

Karfa: Karlar | 21. júlí 2009

Guðjón Skúlason þjálfar Keflavík

Guðjón Skúlason skrifaði undir þriggja ára samning um þjálfun meistaraflokks karla nú fyrir stundu. Guðjón lék með Keflavík á árunum 1983-2006, fyrir utan tímabilið 1994-1995, en þá lék hann með Grindavík. Einnig þjálfaði Guðjón liðið ásamt Fal Harðarsyni tímabilið 2003-2004 með frábærum árangri og urðu Keflvíkingar Íslandsmeistarar undir þeirra stjórn það árið. Stjórn Keflavíkur vill óska Guðjóni til hamingju með stöðuna og ljóst er að þetta er mikill styrkur fyrir komandi tímabil.

Kveðja,
Stjórnin