Fréttir

Karfa: Karlar | 1. apríl 2012

Gummi Auð tekinn tali

Guðmundur "Simbi" Gunnarsson tilbúinn að kveikja í netinu ef kallið kemur

Guðmundur Auðunn Gunnarsson er einn af efnilegu leikmönnum liðsins. Hann lék við góðan orðstýr með FSU í 1. deildinni í fyrra þar sem hann sankaði að sér reynslu ásamt Vali Orra Valssyni. Eftir smá frí frá körfubolta hefur hann klætt sig í skæru skóna sína á ný og er farinn að banka á dyrnar eftir mínútum í liðinu. Simbi, eins og hann er gjarnan kallaður sökum ljóss makka sem hann skartaði hér á árum áður, segir stemmninguna í liðinu mjög góða þrátt fyrir tapið í gær. Segir hann menn vilja hefna fyrir tapið og setja þetta í úrslitaleik, ekkert annað komi til greina.



Hvernig er stemningin í liðinu fyrir átökin er liðið tilbúið?
Við erum eins tilbúnir og við verðum held ég, svo er það bara gamla góða klisjan að halda spennustiginu réttu og allt það. Mórallinn í liðinu er mjög góður og við erum búnir að æfa vel undanfarið.

Mega Keflvíkingar búast við breyttum áherslum frá síðasta leik liðsins?
Úrslitakeppnin er náttúrulega alveg ný keppni og nú erum við bara að fókusa á Stjörnuna þannig að við einbeitum okkur algjörlega að þeim. Við leggjum mest uppúr vörninni og reyna að halda þeirra aðalmönnum niðri, svo bara hafa gaman af þessu og þá kemur sóknin með.

Nú ert þú einn ungu punganna í liðinu, hvernig er að æfa og spila með Keflavíkurliðinu?
Það eru auðvitað bara forréttindi að æfa og spila með Keflavík og maður reynir bara að soga til sín alla þekkinguna og reynsluna frá þessum „gömlu köllum“.

Eitthvað sem hefur komið þér á óvart?
Ekkert sem mér dettur í hug.

Ef kallið kemur ertu tilbúinn að kveikja í netinu?
Að sjálfsögðu, maður er að æfa til þess að fá að sýna sig í leikjum og ég hef aldrei verið hræddur við að skjóta þannig að maður verður að grípa sénsinn ef hann kemur.

Nú ert þú einn af framtíðarleikmönnum Keflavíkur, hvert setur þú stefnuna?
Að verða betri og betri og verða lykilmaður í að vinna helling af titlum

Hverjir verða Íslandsmeistarar?
Dollan endar að sjálfsögðu í Sláturhúsinu þetta árið, henni líður best þar.

Að lokum létum við Gumma gefa okkur innsýn í liðið og leikmenn þess

Hver er besti meðspilarinn þetta tímabilið?
Mjög þægilegt að spila með Magga Gunn og Arnari Frey. Svo náum við FSu bræðurnir mjög vel saman.


Hver er ruglaðastur í liðinu? Hafliði Már Brynjarsson er alveg skemmdur í hausnum
Hver mesti snyrtipinnin?
Allir nokkuð snyrtilegir, enginn sem stendur uppúr.

Hver er með mesta "swagið"?
Þetta er náttúrulega alveg „swagalegt“ lið en ég segi Siggi coach útaf öllum þessum titlum sem hann hefur unnið!