Gunnar Einarsson er körfuknattleiksmaður Keflavíkur
Gunnar Einarsson var valinn körfuknattleiksmaður Keflavíkur árið 2008. Gunnar er vel að titlinum komin en hann varð Íslandsmeistari með Keflavík í ár og var lykilmaðurinn í endurkomu liðsins í úrslitakeppninni. Hann var enda kosinn réttilega besti leikmaður úrslitakeppninnar
Gunnar lék sinn fyrsta deildarleik árið 1994 og hefur 6. sinnum orðið Íslandsmeistari með Keflavík þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Nú á árinu lék Gunnar sinn 700. leik með Íslandsmeisturunum og hefur sjaldan verið í betra formi. Gunni er lykilmaður í liði Keflavíkur í ár með 19. stig að meðaltali.
Gunnar tekur við verðlaunum fyrir sinn 600. leik fyrir nokkrum árum