Fréttir

Karfa: Karlar | 17. nóvember 2008

Gunnar Einarsson með 33. stig í auðveldum sigri

Keflavík sigraði í kvöld Stjörnuna með 34. stiga mun, 93-59 en leikið var í Toyotahöllinni. Leikurinn varð aldrei spennandi því yfirburðir okkar manna voru miklir.  Gunnar Einarsson sem var ekki með í naumu tapi í Grindavík í síðustu umferð, fór á kostum og setti niður 33. stig í leiknum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti einnig mjög góðan leik og var með 22. stig og alls 19. fráköst en Siggi var komin með tvennuna í hálfleik. ( 10 stig og 10. fráköst ) 

Strákarnir voru ekki á því að láta hlutina endurtaka sig frá Grindavíkurleiknum og byrjuðu leikinn af miklum krafti.  Sverrir Þór sem átti mjög góðan leik í Grindavík byrjaði af sama krafti og var komin með 8. stig eftir  5. mín. Gunnar Einarsson var einnig sjóðheitur ásamt Sigga sem verður bara betri með hverjum leiknum.  Það var því ljóst í hvað stefndi og staðan eftir 1. leikhluta var 21-9 og í hálfeik 43-25

Sama var uppá teningum í síðari hálfleik enda vann Keflavík alla leikhlutana örugglega. Allir leikmenn liðsins eru að bæta sig mikið í vetur og yngri leikmenn að blómstra.  Almar Guðbrandsson er einn af efnilegu leikmönnum liðsins enn hann spilaði 6. mínutur í gær, setti niður 6. stig og tók 3. fráköst. 

Næsti leikur í deildinni er nágrannaslagur gegn Njarðvík í Íþróttahúsinu í Njarðvík og fer leikurinn fram sunnudaginn 30. nóv.  Áfram Keflavík!

Tölfræði leiksins.

Gunnar að setja einn af 7. þristum sínum í leiknum. ( Mynd vf.is )