Fréttir

Gunnar Einarsson ráðinn styrktarþjálfari mfl karla
Karfa: Karlar | 22. ágúst 2022

Gunnar Einarsson ráðinn styrktarþjálfari mfl karla

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gert samning við Gunnar Einarsson um styrktarþjálfun meistaraflokks karla í vetur. Þegar hafði verið gengið frá ráðningu Hafdísar Ýr Óskarsdóttur fyrir meistaraflokk kvenna.

 

Gunnar Einarsson, sem er margfaldur íslands- og bikarmeistari með Keflavík, er auðvitað öllum hnútum kunnur í félaginu. Miklar vonir eru bundnar við að reynsla Gunnars og þekking muni hjálpa liðinu í baráttunni sem fram undan er en hann er þegar farinn að láta til sín taka.