Gunnar Stefánsson ánægður í Keflavík
Eina og áður hefur komið fram er Gunnar Stefánsson komin aftur til Keflavík eftir stutt stopp í höfuðborginni. Gunnar er afar vinsæll leikmaður á meðal stuðningsmanna Keflavíkur enda kemur hann með góða baráttu inní liðið. Gunni Stef. eins og hann er oftast kallaður á eftir að hafa mjög góð áhrif á liðið í vetur og smella niður eitruðum þristum eins og honum er einum lagið.
Heimasíðan átti stutt spjall við kappann um daginn og leist honum mjög vel á hópinn og var mjög ánægður með að vera kominn aftur á heimaslóðir enda mikill Keflvíkingur. Æfingar hafa gengið mjög vel og hefur nýji leikmaðurinn Steven Gerrard komið mjög vel út.
Siguður Ingimundarsson þjálfari er sem stendur í Austurríki í landsliðsverkefnum ásamt þeim Þresti Leó og Sigga Þorsteins. Von er á þeim inní hópinn von bráðar ásamt einum erlendum leikmanni til viðbótar.
.