Fréttir

Karfa: Karlar | 24. mars 2010

Gunni Einars og Hörður Axel í úrvalslið KKÍ

Hörður Axel Vilhjálmsson og Gunnar Einarsson voru valdir í úrvalslið síðari hluta Iceland Express deildar karla. Verðlauna afhending fór fram í gær í höfuðstöðvum KKÍ.
 
Eftirfarandi grein er tekin af karfan.is:
 
Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipuðu úrvalslið síðari hlutans í deildarkeppni Iceland Express deildar karla. Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR var útnefndur besti leikmaðurinn í síðari hlutanum en hann fór oft mikinn í liði KR og sá nokkrum sinnum sjálfur um að gera út um andstæðingana í leikjum KR.
Úrvalsliðið var þannig skipað:
 
Pavel Ermolinskij – KR
Brynjar Þór Björnsson – KR
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík
Hlynur Bæringsson – Snæfell
Christopher Smith – Fjölni
 
Besti leikmaðurinn: Brynjar Þór Björnsson – KR
Dugnaðarforkurinn: Gunnar Einarsson – Keflavík
Besti þjálfarinn: Friðrik Ragnarsson – Grindavík
 
Besti dómarinn í Iceland Express deildum karla og kvenna:
Sigmundur Már Herbertsson – UMFN
 
Bestu stuðningsmennirnir í Iceland Express deildum karla og kvenna:
Snæfell
 
Tölur leikmanna í úrvalsliðinu á seinni hluta deildarinnar:
 
Pavel Ermolinskij – KR
8 leikir
11,3 stig
9,4 frákös
7,9 stoðsendingar
21,0 framlag
 
Brynjar Þór Björnsson – KR
11 leikir
28,8 stig
4,6 fráköst
4,3 stoðsendingar
26,3 framlag
 
Hörður Axel Vilhjálmsson – Keflavík
11 leikir
21,6 stig
5,4 fráköst
7,2 stoðsendingar
24,3 framlag
 
Christopher Smith – Fjölnir
11 leikir
24,2 stig
12,0 fráköst
1,5 stoðsending
28,5 framlag
 
Hlynur Bæringsson – Snæfell
9 leikir
18,2 stig
15,2 fráköst
3,5 stoðsendingar
30,6 framlag
 
Tölur þjálfarans – Friðrik Ragnarsson
9 sigur leikir og 2 tapleikir
Sigurhlutfall 81,8%