Gunni með stórleik í sigri á Grindavík
Keflavík sigraði Grindavík 90-86 í Iceland Express-deildinni í kvöld. Gunnar Einarsson steig upp og átti góðan leik og skoraði 26 stig en T-in tvö Thomas og Tim höfðu hægt um sig í leiknum. Keflavík var yfir í hálfleik 51-43 og með sigrinum í kvöld komst liðið í 4. sæti í deildinni. Keflavík er með 14 stig eftir 9 leiki en KR, Skallagrímur og Snæfell eru með 16 stig eftir 10 leik. Næsti leikur liðsins er gegn Njarðvík á fimmtudaginn kemur og fer leikurinn fram í Njarðvík.
Keflavík náði snemma forystu í leiknum en var í vandræðum með að hrista gestina af sér. Jonni skoraði fyrstu 4 stig leiksins en forystan var naum eftir fyrsta leikhluta eða aðeins 1 stig, 21-20. Í öðrum leikhluta náði liðið góðum 7 stiga kafla og komst í 36-28. Gunnar Einarsson var öflugur á þessum kafla og Siggi Þorsteins. kom einnig sprækur af bekknum. Liðið fór með þægilega 8 stiga forystu í hálfleik.
Grindvíkingar náðu hægt og bítandi að komast aftur inn í leikinn í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 64-64 þegar ein mínuta var eftir af þriðja leikhluta. Keflavík náði aftur forystu í leiknum og þegar síðasti leikhluti hófst var staðan 70-67. Liðið var með 9 stiga forustu, 86-77 þegar tæp mínúta var eftir af leiknum en Gríndvíkingar náðu að komast óþarflega nálægt og minnkuðu muninn niður í 2 stig rétt fyrir leikslok. Sverrir Þór klára svo leikinn á vítalínunni og 4 stiga sigur í höfn.
Sigurinn var algjör skyldusigur enda toppbaráttan hörð og þar sem hver leikur skiptir máli.
Gunnar Einarson var maður leiksins enda sýndi hann á sér sparihliðina, skoraði sem fyrr sagði 26 stig, 6/7 í teig, 3/3 í teig og 5/5 í vítum. Sannalega góð nýting og margar körfurnar komu á tíma sem lítið var að gerast í sókninni. Maggi var líka með fínan leik og setti niður 3 af fjórum þriggja stiga körfum sínum. Jonni byrjaði leikinn vel og skoraði 8 stig og Siggi kom sterkur inn á bekknum og leysti Thomas af hólmi sem hefur oft spilað betur, Thomas skoraði 7 stig og var aðeins með 4 fráköst. Tim var slakur með 8 stig en tók þó 11 fráköst. Sverri átti góðan leik og er að nálgast sitt besta form.
Nú fjölmennum við svo öll út í Njarðvík á fimmtudagskvöldið og látum vel í okkur heyra og styðjum strákana í þessum massa Derbyslag!
ÁFRAM KEFLAVÍK