Fréttir

Halldór Garðar skrifar undir tveggja ára samning við Keflavík
Karfa: Karlar | 13. júlí 2021

Halldór Garðar skrifar undir tveggja ára samning við Keflavík

Halldór Garðar Hermannsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Halldór þarf vart að kynna en hann hefur undanfarin ár spilað með uppeldisfélagi sínu Þór Þorlákshöfn, þar hefur hann spilað allan sinn feril.

Einnig hefur hann verið í yngri landsliðshópum Íslands undanfarin ár og gert tilkall í A-landsliðið. Halldór er bakvörður og mun koma til með styrkja liðið í komandi barráttu á næsta tímabili sem er rétt handan við hornið.