Halldór og Sævar standa sig vel með Blikum
Halldór Örn Halldórsson sem hafði allan sinn feril spilað með Keflavík er að standa sig með nýja liði sínu Breiðablik. Blikar eru efstir í 1. deildinni með 12. stig og eru rétt eins og Keflavík ósigraðir í vetur. Halldór er með 10. stig og 7.5 fráköst og hefur spilað alla 6. leiki liðsins.
Sævar Sævarsson sem er á sínu öðru ári með liðinu er einnig að gera fína hluti. Sævar er með 7.5 stig í vetur en var með 14.5 stig á síðasta tímabili. Sævar hefur einnig leikið alla 6. leiki liðsins.

Sævar og Halldór fagna með Keflavík árið 2005 en þeir urðu Íslands-og bikarmeistarar með liðinu 3. ár í röð.