Fréttir

Körfubolti | 20. apríl 2006

Halldór Örn, Jón Gauti og Þröstur skrifa undir hjá Keflavík

Halldór Örn Halldórsson skrifaði í dag undir nýjan 2. ára samning við Keflavík. Halldór sem er 21 árs framherji er einn af framtíðar leikmönnum Keflavíkur byrjaði að leika með meistaraflokki Keflavíkur árið 2001. Halldór er í miklum uppáhaldi hjá mörgum stuðingsmönnum Keflavíkur og hefur bætt sig mikið sem leikmaður á þessu tímabili. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fagnar því að hafa Halldór áfram heima enda bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni.

Tveir leikmenn unglingaflokks sem eru að stiga sín fyrstu spor með meistaraflokki skrifuðu einnig undir 2.ára samning við liðið í dag. Jón Gauti Jónsson sem er 20 ára og unglingalandsliðsmaðurinn Þröstur Leó Jóhannsson sem er 17 ára eiga vonandi eftir að taka þátt í vinna stóra sigra með okkur á næstu árum

Fleirri fréttir af samningsmálum mun birtast hér á heimasíðunni á næstu dögum.

 
Krissi og Dóra ánægðir með við undirskrift samningsins.

Þröstur er einn af framtíðar leikmönnum Keflavíkur.

Jón Gauti og Krissi staðfesta samninginn.