Hamar/Selfoss kærir Keflavík
Eins og komið hefur fram hér á síðunni unnu Keflvíkingar Hamar/Selfoss í gærkvöldi 88-77. En í morgun barst kæra inn til KKÍ á hendur Keflavík, þar sem Hamar/Selfoss taldi Keflvíkinga tefla fram ólöglegu liði. Telja þeir að Guðjón Skúlason hafi verið ólöglegur í þessum leik. Þess má geta að Guðjón lék ekki með í þessum leik og hefur aðeins komið inn á í 3.mín. í leik á móti Njarðvík 30. des. Hann hafði því enginn áhrif á leikinn annað en sem aðstoðarþjálfari.
Málið verður tekið fyrir hjá dómstól KKÍ fljótlega í næstu viku og munum við koma með fréttir af því um leið og þær gerast.