Fréttir

Hamborgaraveisla fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur á sunnudag - Stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á leikinn!
Karfa: Konur | 11. október 2013

Hamborgaraveisla fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur á sunnudag - Stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á leikinn!

Það verður sannkallaður stórleikur í TM-Höllinni sunnudaginn 13. október kl. 19.15 en þá mætast grannarnir Keflavík og Grindavík í Domino´s deild kvenna. Bæði lið höfðu sigur í fyrsta leik og má því búast við miklum átökum á sunnudag. 

Til að undirbúa aðdáendur beggja liða vel fyrir átökin munu fara fram mikil "áttök" fyrir leik. Ætlunin er að vera með glóðargrillaða hamborgara og meðlæti og því um að gera fyrir fólk að mæta tímanlega á leikinn. Grillin verða tendruð um kl. 18.00 og mun hamborgari, gos og snakk kosta 1000 kr. 

Látið sjá ykkur í sannkallaðri fjölskylduveislu!