Hannes Jónsson formaður KKÍ
Á ársþingi KKÍ sem lauk rétt í þessu í Rimaskóla í Grafarvogi var Hannes Sigurbjörn Jónsson kjörinn formaður KKÍ með lófaklappi, en hann var einn í kjöri.
Hannes tók sem kunnugt er við formennsku af Ólafi Rafnssyni í lok apríl og hefur nú verið kjörinn formaður sambandsins næstu tvö árin.
Í stjórn KKÍ voru kjörnir þeir Eyjólfur Guðlaugsson, Gísli Gergosson, Bjarni Gaukur Þórmundsson og Snorri Örn Arnaldsson. Fyrir í stjórn voru Guðbjörg Norðfjörð og Jón Halldórsson.
Í varastjórn voru kjörin þau Erlingur Hannesson, Þóra Melsteð og Guðjón Þorsteinsson.
Á þinginu voru ekki gerðar neinar breytingar á fjölda erlendra leikmanna, en samþykkt var að hækka launaþakið lítillega.
Frétt af kki.is
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar Hannesi velferðar í starfi.