Fréttir

Karfa: Konur | 12. desember 2009

Happdrætti kvennaráðs KKDK

Kvennaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur hafið sölu á happdrættismiðum sem seldir eru í fjáröflunarskyni. Miðinn kostar 1.000kr. og eru glæsilegir vinningar í boði. Þeir eru:

1. Ferðavinningur frá Iceland Express að verðmæti 40.000kr

2. Ársmiði í stuðningsmannastúku Keflavíkur að verðmæti 30.000kr

3. Matarkarfa frá Nettó/Kaskó að verðmæti 15.000kr

4. Matur fyrir tvo á veitingastaðnum Vocal, Flughóteli

5. Gjafabréf í Versluninni Kóda að verðmæti 7.000kr

6.- 7. Snyrtivörupakki

8.-12. Malt&appelsín blanda, 24x0,5l

300 miðar hafa verið gerðir og er enginn maður með mönnum nema fjárfesta í nokkrum svona miðum, enda gott málefni hér á ferð. Hægt er að nálgast miðana hjá öllum leikmönnum meistaraflokks kvenna, eða hringja í Albert (821 3990) eða Þorgrím (860 5250).