Haukar Íslandsmeistarar 2007
Haukastelpur urðu í dag Íslandsmeistarar í Iceland Express-deildinni eftir 77-88 sigur á okkar stelpum.
Leikurinn í dag var skemmtilegur og spennandi. Keflavík leiddi í hálfleik 44-42. Seinni hálfleikurinn var nokkuð sveiflukenndur en Haukastúlkur náðu forystunni í lokin með því að nýta vel tækifærin í sókninni og góðri vörn. Frétt og umfjöllun frá leiknum á vf.is
María Ben og Kesha voru stigahæstur með 17 stig. Rannveig 13 stig, Birna 9 stig og Ingibjörg 8. stig
Helena Sverrisdóttir var valin leikmaður lokaúrslitanna en hún skoraði 29 stig í leiknum.
Keflavíkurstelpur áttu mjög gott tímabil en herslumuninn vantaði til að landa titlum. En liðið er ung og framtíðin björt og nokkuð ljóst að liðið ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur vill nota tækifærið og óska Haukastelpum til hamingju með titilinn.